Hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðinn stór? Í þessari þáttaröð kynnist þú fjölbreyttum starfsgreinum . Hver þeirra heillar þig mest?

5G, snjalltæki, gervigreind, sýndarveruleiki og framtíðin. Hvar endar þetta allt saman? Gummi Jóh fræðir okkur um framtíðina.

Hér má sjá þær 10 hugmyndir sem komust áfram í Verksmiðjunni 2019. Hugmyndirnar voru þróaðar áfram með hjálp fagfólks.

Forritun gegnir sífellt stærra hlutverki í daglegum veruleika mannsins; hún er tungumál framtíðarinnar, tengir saman fólk og er ein aðalundirstaðan í helstu atvinnuvegum þjóðarinnar. Guðmundur Björn Þorbjörnsson ræðir við sérfræðinga um sögu forritunar, og þann lykilþátt sem hún spilar í íslensku samfélagi.

micro:bit

Newest Episode: 20
Markmið verkefnisins er að efla forritunarkunnáttu íslenskra barna. Auka vitund þeirra um mikilvægi forritunar í daglegum störfum, efla rökhugsun og stuðla að auknum áhuga á tækni og iðngreinum í samræmi við áherslur í aðalnámskrá grunnskóla. Verkefnið felst í micro-bit smátölvunni þar sem er horft sérstaklega til nemenda í 6. og 7. bekk grunnskóla.

Hvernig er vélmenni búið til? Hvernig er tölvuleikur búinn til? Hvaðan kemur Internetið? Hvað er gervigreind? Í þáttunum leitast Ævar og Ísgerður við að svara þessum spurningum og mörgum fleirum. Þau fjalla um sögu tölvunnar og komast að því að forritun er allt í kringum okkur. Dagskrárgerð annaðist Eiríkur Ingi Böðvarsson.  

Showing all 7 results