Heimilistækin okkar eru alltaf að verða meira og meira tæknivædd til að auðvelda okkur lífið. En er heimurinn kannski að verða aðeins of snjall fyrir okkur? Hversu mikið er nóg? Gummi Jóh segir okkur frá því hvernig hversdagsleg fyrirbæri eins og klósett, ísskápur og ofn eru að verða að sannkölluðu snjallbrjálæði.