Markmið Kóðans er að efla forritunarkunnáttu íslenskra barna, auka vitund þeirra um mikilvægi forritunar í daglegum störfum, efla rökhugsun og stuðla að auknum áhuga á tækni og iðngreinum í samræmi við áherslur í aðalnámskrá grunnskóla. Verkefnið felst í micro-bit smátölvunni þar sem er horft sérstaklega til nemenda í 6. og 7. bekk grunnskóla. Hér að neðan má finna verkefnahefti til stuðnings ásamt hlekk á ritil sem nota skal til að leysa verkefnin.